top of page

Svör frá sérfræðingum
Spurning
Við spurðum nokkra leikmenn og þjálfara sem hafa spilað bæði á Höfuðborgarsvæðinu og út á landi ''hvað telur þú að helsti munurinn sé á að stunda íþróttir á Höfuðborgasvæðinu og út á landi?
Gunnar Magnússon: Maður hefur meiri tíma að æfa sig ef maður býr út á landi en annars er þetta mjög svipað
Arnar Gauti Grettisson: Það er allt á sama stað eins og í eyjum þá er íþróttasalur,lyftingaaðstaða og sundlaug. En í bænum þá er það ekki svona.
Agnar Smári Jónsson: Það er oft sagt að aðstæður séu betri í borgini og fólk laðist þangað, mér finnst það ekki rétt, þegar þú býrð út á landi á það til að myndast betri liðsheild þar sem allir ferðast saman og búa allir nálægt hvorum öðrum.
Magnús Stefánsson: Það eru kostir og gallar. Kostir þess að vera á Höfuðborgarsvæðinu, stutt í útileiki, minni ferðalag og minni fjarvera frá skóla/vinnu. Ókostir er langt að fara á æfingar og minni samvera með liðsfélögunum. Kostir við að vera í eyjum: Stuttar vegalengdir, hægt að skjótast á æfingar, meiri samvera með liðsfélögunum. Ókostir: Erfitt að fá æfingaleiki og lengri ferðalög í leiki.
Hákon Daði Styrmisson: Ég held að mesti munurinn er sá út á landi er yfirleitt laus salur og maður getur auðveldlega farið að leika sér inn í sal. En upp á landi þá er yfirleitt erfitt að fá lausan tíma.
Bjarni Gunnarsson: Persónulega finnst mér frábært að vera hérna í eyjum, því það er allt svo þæginlega lítið að maður getur alltaf, hvenær sem er farið og æft sig aukalega.
Aron Bjarnason: Helsti munurinn að mínu mati er sá að hér í Vestmannaeyjum er betri aðstaða yfir vetratíman en ég er vanur þ.a.s yfirbyggt knattspyrnuhús: Margir krakkar á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki með aðgang og svoleiðis aðstöðu sem og meistaraflokkur margra félaga. Hér er nóg af lausum tímum til að æfa sig aukalega.
bottom of page