
Hver er helsti munurinn?
Ferðalög fyrir lið út á landi
Ferðlögin geta verið löng og ströng t.d. ÍBV þarf að ferðast með Herjólfi til Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar. Frá Landeyjum tekur ferðalagið sirka 2 tíma en frá Þorlákshöfn tekur ferðalagið oftast 3 og hálfan tíma þetta er með bílferðum.
Önnur lið taka oft flug en lið taka oft líka bara langar rútuferðir. Ferðalög fyrir lið út á landi er líka mjög kostnaðasöm.
Liðin á Höfuðborgarsvæðinu
Lið á Höfuðborgarsvæðinu þurfa ferðast lengri vegalengdir til að fara á æfingu.
Ferðalögin eru styttri en fyrir lið úti á landi en liðin á Höfuðborgarsvæðinu þurfa líka að fara langt út á land.
Yngri flokkar liða á Höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að taka þátt í jafn mörgum fjáröflunum og lið út á landi.
Æfingagjöld
Æfingagjöld eru mikið dýrari á Höfuðborgarsvæðinu til dæmis æfingagjöldin hjá Breiðablik eru 100.000 hjá 4. flokk til 2. flokks og þá bara í fótbolta en hjá ÍBV eru æfingagjöldin 68.000 og það er fyrir handbolta og fótbolta til samans.
Æfingaraðstöður
Fyrir sum lið úti á landi eru aðstöður ekki það góðar og þurfa liðin þá að æfa innanhús á veturna og á lélegum grasvelli eða jafnvel lélegum gervigrasvelli en auðvitað eru það ekki öll liðin.
Fyrir lið á Höfuðborgarsvæðinu er þetta ekki vandamál, þau æfa alltaf á góðum grasvelli á sumrin og á góðum gervigrasvelli um veturna.
Fjöldi á æfingum
Á Höfuðborgarsvæðinu er æfingafjöldi aldrei vandamál og eru alltaf margir á æfingum en oft þarf að skipta flokknum niður í hópa því það eru of margir.
Út á landi hefur æfingafjöldi oft verið mikið vandamál, lið þurfa að fresta leikjum því það næst ekki í lið eða jafnvel skrá sig úr móti. Það gerist oft að það mæta ekki nema örfáir á æfingar og það getur verið þreytandi fyrir þá sem vilja æfa íþróttina.